ENDURGREIÐSLURÉTTUR VEGNA NÆRINGARAKADEMÍUNNAR OG PCOS AKADEMÍUNNAR


Við viljum að þú sért ánægð með kaupin en á sama tíma viljum við hvetja þig til þess að reyna við námskeiðið og þar með gefa sjálfri þér tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á þínar venjur.

Fyrirtækið býður upp á fulla endurgreiðslu í 14 daga eftir að námskeiðið hefst miðað við eftirfarandi skilmála:

Til þess að eiga rétt á endurgreiðslu er krafa gerð um að þú sendir inn sönnun þess að þú hafir unnið efni námskeiðsins og að það hafi ekki virkað fyrir þig. Ef þú ákveður að biðja um endurgreiðslu hefurðu samband á [email protected] og lætur vita eigi síðar en 14 dögum frá upphafsdegi námskeiðs. Ef þú biður um endurgreiðslu að þeim tíma liðnum eða lætur sannanir þess að þú hafir unnið efni námskeiðsins ekki fylgja fellur endurgreiðsluréttur niður.

Það sem þarf að fylgja til þess að þú eigir rétt á endurgreiðslu:

  • Sýna að verkefnið “þín saga” sé unnið.
  • Sýna að verkefnið  “sjálfstraust í 6 daga” sé unnið eða í vinnslu.
  • Skrifa ástæðu þess að námskeiðið hentaði þér ekki og hverju þú bjóst við sem var ekki innifalið

Fyrirtækið endurgreiðir engum að 14 dögum loknum. Þú ert ábyrg fyrir greiðslum þrátt fyrir að klára ekki námskeiðið.

Ef til endurgreiðslu kemur ber þér skylda til þess að eyða aðgangi þínum og öllum gögnum sem þú hefur sótt.

Almenna notendaskilmála Nutreleat ehf. geturðu kynnt þér HÉR.